Fréttasafn
Fréttasafn
Fyrirsagnalisti

Barbara Hannigan hlýtur Polar-verðlaunin 2025
Kanadíska söngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan hlýtur Polarverðlaunin 2025 ásamt hljómsveitinni Queen og Herbie Hancock. Þykja þau ein virtustu tónlistarverðlaun í heimi. Hannigan er verðandi aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tekur við stöðunni haustið 2026.
Lesa meira
Sögubrot frá Sinfó
Síðdegis fimmtudaginn 6. mars verður opnuð sýning í anddyri Hörpu sem ber yfirskriftina Sögubrot frá Sinfó. Á sýningunni verður litið yfir farinn veg með örfáum myndbrotum úr sögu sveitarinnar allt frá stofnun fyrir 75 árum.
Sýningin mun standa út starfsárið og verður opin öllum gestum Hörpu.

Tutti staða í fyrstu fiðlu
Hæfnispróf fer fram 3. júní 2025 í Hörpu, Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 22. apríl nk.

Tvær lausar tutti stöður í annarri fiðlu
Hæfnispróf fer fram 8. maí 2025 í Hörpu, Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 27. mars nk.

Opinni æfingu aflýst vegna veðurs
Opinni æfingu fyrir tónleikana Eva stjórnar Mahler, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 10:00, hefur verið aflýst vegna veðurs.

Léttleiki hörpunnar í rokkstjörnubúningi
Katie Buckley hefur verið leiðandi hörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2005. Hún kemur fram sem einleikari í hörpukonsertinum Sigla eftir Lottu Wennäkoski fimmtudagskvöldið 20. febrúar næstkomandi. Katie er ástríðufullur túlkandi nýrrar tónlistar, frá Önnu Þorvaldsdóttur til Bjarkar Guðmundsdóttur, en elskar líka frönsku meistarana, Ravel og Debussy.
Lesa meira
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2025 – viltu taka þátt?
Hljómsveitarnámskeið Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2025 stendur frá mánudeginum 8. september til sunnudagsins 21. september 2025. Verkefni Ungsveitarinnar er Sinfónía nr. 4 eftir Tsjajkovskíj undir stjórn Nathanaël Iselin.
Hljómsveitarnámskeiðinu lýkur með glæsilegum stórtónleikum í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 21. september kl. 14:00.
Lesa meira

Viltu spila með?
Í tengslum við 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands efnir sveitin til samfélagsverkefnisins „Viltu spila með?“ það snýst um að öllum sem vilja er boðið að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í opnu samspili í Eldborg miðvikudaginn 26. febrúar 2025 kl. 19:00 – 19:30. Lokað hefur verið fyrir skráningu þar sem að Eldborgarsvið er orðið fullt. Gestir eru velkomnir að hlýða á samspilið – Aðgangur er ókeypis og eru öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Sigurvegarar í keppni ungra einleikara 2025
Árlega fer fram keppni ungra einleikara sem Listaháskóli Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands standa fyrir í sameiningu. Keppnin er opin öllum nemendum á háskólastigi óháð því hvaða skóla þeir sækja og fá sigurvegarar keppninnar að koma fram sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg í lok apríl.
Lesa meira

Annáll 2024
Sinfóníuhljómsveit Íslands lék á 105 fjölbreyttum og litríkum tónleikum á árinu 2024 fyrir um 79.000 góða gesti. Meðal fjölmargra hápunkta ársins má nefna komu hins heimsþekkta sellóleikara Yo-Yo Ma til landsins þar sem hann lék sellókonsert Elgars með hljómsveitinni ásamt því að leika á dúó-tónleikum með píanóleikaranum Kathryn Stott.
- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir