Leila Josefowicz
Staðarlistamaður
Leila Josefowicz hefur verið í fremstu röð fiðluleikara
á heimsvísu í áratugi, en hún var undrabarn á hljóðfærið
og var farin að koma fram sem einleikari með helstu hljómsveitum heims fyrir tvítugt. Á fullorðinsárum hefur Josefowicz helgað sig nýrri tónlist öðru fremur og hefur starfað náið með helstu tónskáldum samtímans að frumflutningi nýrra verka. Má þar nefna John Adams, Thomas Adès, Esa-Pekka Salonen, Oliver Knussen og Matthias Pintscher. Þannig hlaut Josefowicz hin virtu MacArthurverðlaun árið 2008 fyrir „fyrir að auka við efnisskrá hljóðfæris síns og að heilla áheyrendur með því að tefla hinu framsækna og fjölbreytta á móti hinu hefðbundna.“ Á síðustu árum hefur Josefowicz komið fram með hljómsveitum á borð
við Fílharmóníusveit Berlínar, Tonhalle-hljómsveitina í Zurich, Concertgebouw-hljómsveitina í Amsterdam og sinfóníuhljómsveitirnar í Boston, San Fransisco, Cleve land og Fíladelfíu. Hún hefur gefið út fjölda hljóðritana undir merkjum Deutsche Grammophon, Philips og Warner. Hún kemur tvisvar fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á starfsárinu, auk þess sem hún leikur á einleikstónleikum í föstudagsröðinni.