Michael Kaulartz
Fagottleikari
Michael Kaulartz, fyrsti fagottleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fæddist í Þýskalandi árið 1989. Hann fór í fyrsta fagotttímann sinn átta ára gamall og lék með kammerhljómsveit í fyrsta sinn eftir aðeins þriggja vikna nám. Hann hélt áfram námi hjá Ole Kristian Dahl í Mannheim og lék meðfram námi með óperuhljómsveitunum í Kaiserslautern og Mainz, útvarpshljómsveit Bæjaralands, og sinfóníuhljómsveitunum í Álaborg og Árósum.
Kaulartz hélt áfram námi í Kaupmannahöfn hjá Audun Halvorsen og lék í eitt ár með Dönsku þjóðarhljómsveitinni áður en hann var ráðinn til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann er einnig eftirsóttur gestaleiðari með hljómsveitum víða um heim, m.a. með Fílharmóníuhljómsveit Lundúna, NDR-sinfóníunni í Hamborg, Ulster-hljómsveitinni í Belfast og Birmingham-sinfóníunni.