Þórunn Gréta Sigurðardóttir
Tónskáld
Þórunn Gréta Sigurðardóttir lauk diplomaprófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, B.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands og M.Mus. gráðu frá Hochschule für Musik und Theater í Hamborg. Hún hefur auk þess sótt masterklassa og vinnustofur í tónsmíðum, píanóleik og spuna á Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur rannsakað ýmis svið samtíma tónleikhúss og samband tónlistar við texta og málhljóð. Þórunn Gréta er formaður Tónskáldafélags Íslands frá 2015.